Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þessir fengu sér fisk og franskar - myndir!
Laugardagur 12. desember 2015 kl. 06:00

Þessir fengu sér fisk og franskar - myndir!

Á annað þúsund manns mættu í kvöldmat hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þorbirni hf. í Grindavík á fjörugum föstudegi sem er árlegur fjördagur í Grindavík. Fyrirtæki taka sig saman og bjóða afslætti af vörum og þjónustu og nota tækifærið til að gera sér glaðan dag í leiðinni. Víkurfréttir mættu með tvo svanga fréttamenn og þeir römbuðu beint til Þorbjarnar sem bauð í fisk & franskar að hætti Breta sem kaupa þúsundir tonna af þorski og ýsu á hveru ári í vinsælasta og þekktasta rétt þeirra „fish & chips“. 

Í sjónvarpsþætti vikunnar er spjall við þrjá bræður, Dagbjartssyni en þeir eru í hljómsveit fyrirtækisins The Backstabbing Beatles. Þeir bræður eiga það sameiginlegt að vera með munninn fyrir neðan nefið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bretarnir á fullu í djúpsteikingunni á fiskinum fína.

Fullt hús matar í Þorbirni.

Bræðurnir Guðjón og Dagbjartur Einarson í stuði.

Bítlahljómsveit Grindavíkur!

Þekkiði matreiðslumennina Issa og Ása?

Skál!