Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þér er boðið í Afmæli
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 11:15

Þér er boðið í Afmæli

Á hverju ári velja leikskólarnir í Reykjanesbæ sér nýja yfirskrift fyrir Listahátíð barna. Í ár var valið auðvelt og skemmtilegt, Afmæli. Tilefnið er að sjálfsögðu 20 ára afmæli Reykjanesbæjar þann 11. júní nk.
 
Leikskólarnir bjóða til veislu í Duushúsum og hafa börnin úr öllum 10 leikskólunum búið til girnilegar veitingar, skrautlegan borðbúnað og spennandi gjafir í veisluna.
 
Þá hafa þau líka æft lagið Gamli bærinn minn sem þau hafa sungið inn á myndband og er til sýnis á tjaldi í Bátasal.
 
Á meðan á hátíðinni stendur er starfrækt listasmiðja þar sem gestir og gangandi geta búið til afmæliskort handa afmælisbarninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024