Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 10:54
Þemavika í Tónlistarskólanum í Garði
Nú stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum í Garði. Fjölbreytt dagskrá hefur verið í boði fyrir nemendur skólans en yfirskrift þemavikunnar er hrynþjálfun og samleikur. Vikan endar með tónleikum í dag, föstudaginn 16. febrúar, kl. 18 í Tónlistarskólanum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.