Þemadagar í Njarðvíkurskóla - Þjóðsögur og ævintýri

Á miðvikudaginn síðasta byrjuðu þemadagar í Njarðvíkurskóla og enduðu þeir í dag með sýningu þar sem krakkarnir sýndu foreldrum afraksturinn í vikunni. Þemað að þessu sinni var þjóðsögur og ævintýri.
Krakkarnir í fyrsta til fimmta bekk voru með álfaþema þar sem þeir lögðu undir sig alla 2. hæðina og breyttu henni í álfahöll en þetta eru um 150 krakkar sem eru í þessum bekkjum.
Einnig sýndi áttundi bekkur leikrit um Bakkabræður, þá Gísla, Eirík og Helga við góðar undirtektir foreldra.
Fleiri myndir má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta með því að smella hér.
[email protected]

8. bekkur sýndi leikrit um Bakkabræður.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				