Fimmtudagur 3. maí 2001 kl. 13:08
Þemadagar í Myllubakka
Í dag og á morgun verða svokallaðir Þemadagar í Myllubakkaskóla.
Nemendum er boðið upp á hinar ýmsu ferðir t.d. ferð í Svartsengi og veiðiferð. Yngstu börnin fóru í gönguferð um bæinn og síðan í fjársjóðsleit. Það var blíðviðri þegar börnin lögðu af stað frá skólanum í morgun.