Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þemadagar í Holtaskóla
Mánudagur 4. apríl 2011 kl. 11:56

Þemadagar í Holtaskóla

Í síðustu viku stóðu yfir árlegir þemadagar í Holtaskóla og eins og venjulega var mikið um að vera. Nemendur tóku sér ýmislegt skemmtilegt og skapandi fyrir hendur og var nemendum skipt upp í aldurshópa, unglingastig, miðstig og yngsta stig. Þemadagarnir gengu ákaflega vel að sögn skólastjóra og voru nemendur og starfsmenn ánægðir með afraksturinn. Á föstudaginn var svo sýning á öllu því sem nemendur höfðu gert þar sem foreldrar og ættingar mættu til að skoða.

Yngsta stigið sá um hljóðfæragerð, brúðu- og grímugerð, hatta- og fatagerð og föndur. Miðstigið var með fréttastofu ásamt unglingastiginu, skart og skúlptúr, ljóð á steina, myndlist í náttúrunni og kertakerð. Unglingastigið var svo með stuttmyndir, þrautakeppni stuttmyndagerðar og ýmislegt föndur.

Í gryfju skólans var matargerð og gátu gestir og gangandi fengið ýmislegt girnilegt að smakka. Einnig voru nemendur á miðstigi og unglingastigi tvisvar með týskusýningu svo enginn myndi missa af henni.

Fleiri myndir frá Þemadögunum má finna á ljósmyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.

[email protected]



Eitt af verkefnum á þemadögunum var að skrifa ljóð á steina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024