Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 22. mars 2000 kl. 14:07

Þemadagar í Holtaskóla

Þemadagar voru haldnir í Holtaskóla í byrjun þessa mánaðar. Yngri nemendur unnu með bæinn sinn, Reykjanesbæ og skoðuðu sérstaklega stofnanir bæjarins. Eldri nemendur einbeittu sér hins vegar að jákvæðum lífsstíl. Nemendur völdu sér áhugasvið án tillits til aldurs og unnu m.a. verkefni um íþróttir, heilsufæði, átröskun, listir, eiturlyf, sjálfsmynd o.fl. Fjölmiðlahópar voru að störfum báða þemadagana og voru gefin út tvö fréttabréf og sjónvarpsþáttur gerður. Einnig söng einn hópurinn inn á geisladisk. Eftir vinnuna voru nemendur og starfsfólk á einu máli um að vel hefði til tekist og líta björtum augum á framtíðina þar sem allir ætla að lifa jákvæðum lífsstíl í góðu bæjarfélagi. Starfsfólk skólans vill þakka sérstaklega góðar móttökur hjá stofnunum bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024