Þekktur tónlistarmaður elskar Hafnirnar
Nefndi plötu eftir bænum
Norski tónlistarmaðurinn William Hut mun halda tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum þann 14. Janúar. William Hut ku vera einn af þekktustu tónlistamönnum Noregs og gaf nýlega út plötuna Hafnir Games.
Hafnir Games var að mestu leyti gerð í stúdíói Gísla Kristjánssonar í Höfnum og hlaut þess vegna þetta nafn. Hut varð yfir sig hrifin af bænum og Reykjanesinu öllu, og hefur talað mikið um svæðið í viðtölum í Noregi. Platan hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir í Noregi og einnig fengið töluverða spilun á Rás 2.