Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þekktur kanadískur dávaldur í Stapanum
Mánudagur 17. mars 2003 kl. 14:47

Þekktur kanadískur dávaldur í Stapanum

Fréttatilkynning

Verður skemmtidagsskrá Paul Royters dáleiðara fyndnasta sýning sem þú munt sjá á ævi þinni? Paul Royter hefur í meira en 30 ár ferðast og skemmt í nánast öllum heimshornum, frá Singapore og Ástralíu til Bermúdaeyja og Trinidad, um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada.

Og nú er komið að Íslandi!Sýning Royters er oft nefnd "FYNDNASTA SÝNING HEIMS" því hann fær fólk úr salnum upp á svið, dáleiðir það og fær það til að fremja hvaða kúnst sem er. Sjón er sögu ríkari! Hinir dáleiddu verða skyndilega hluti af spilandi sinfóníuhljómsveit, sumir muna ekki hvað þeir heita, né vita hve margir fingur þeirra eru. Aðrir telja sig vera frægar rokkstjörnur eins og Elvis, Britney og Björk. Halda mætti þegar horft er á hina dáleiddu skemmta, að þeir hafi æft sig tímunum saman - en öðru nær. Allir sem koma upp á svið, fara þangað af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki búið að "díla" við neinn fyrirfram.

Þetta er fjölskylduskemmtun sem hentar öllum aldurshópum. Engin ruddamennska sem særir. Eldri sem yngri gráta af hlátri þegar vinir þeirra og ættingjar skemmta þeim með einhverju sem þeir hafa aldrei sést gera fyrr.

Paul lærði dáleiðslu í American Institute of Hypnosis í Irvine í Kaliforníu. Hann er með full réttindi sem meðferðarfulltrúi í dáleiðslu. Núna nýtir hann þekkingu sína til skemmtunar. Hann ferðast 10 mánuði á ári og er því þétt bókaður og því gefst lítill tími aflögu fyrir lækningameðferðir en Paul útilokar samt ekki að hann muni snúa sé að meðferðinni í framtíðinni. Ef þú hefur aldrei farið og séð góðan dáleiðara að störfum, ekki missa af Paul Royter. Maður eins og hann sem í 30 ár hefur gefið sig allan af ástríðu í hið vandasama verk dávalds - skapar sviðsnærveru sem þykir vera einstök í heiminum í dag.

Mun amma þín troða upp í Vetrargarðinum á morgun?...
kannski pabbi þinn eða langafi?...

Miðar á þessa stórfyndnu sýningu kosta aðeins 1900 krónur og munu verða seldir á þjónustuborði SMÁRALINDAR og í upplýsingasíma 555 6424.

Sýningarstaðir:

Þriðjudaginn 25. mars í Stapanum, Reykjanesbæ frá kl. 20-22.
Miðvikudaginn 26. mars í Vetrargarðinum, Smáralind, Kópavogi.
Fimmtudaginn 27. mars í Sjallanum á Akureyri.
Föstudaginn 28. mars á Hótel Húsavík.
Laugardaginn 29. mars á Sauðárkróki.
Sunnudaginn 30. mars á Hótel Valaskjálf á Egilstöðum.
Mánudaginn 31. mars á Hótel Höfn á Hornafirði.
Þriðjudaginn 1. apríl á Ólafsvík.
Miðvikudaginn 2. apríl og fimmtudaginn 3. apríl í Vetrargarðinum, Smáralind,Kópavogi.
Föstudaginn 4. apríl í Vestmannaeyjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024