Þekktir söngvarar á jólatónleikum í Stapa
Nokkrir af þekktustu söngvurum landsins fóru á kostum á jólatónleikunum „Jólin koma í Reykjanesbæ“ í Stapa sl. föstudag. Þetta er þriðja árið í röð sem jólatónleikar undir þessu nafni eru haldnir.
Þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson, María Ólafsdóttir, Laddi og enginn annar en Björgvin Halldórsson sungu mörg þekkustu jólalögin.
Vel á fjórða hundrað manns nutu skemmtilegra tónleika en söngvararnir stóðu fyrir sínu enda allir vanir þó aldursmunurinn hafi verið verulegur frá þeirri yngstu í þann elsta. Gestir nutu jólatónlistar í einni flottustu hljómahöll landsins.