Þegar græðgin náði yfirhöndinni
- hjá Guðmundi K.Brynjarssyni, sóknarprestiá Skagaströnd, sem fermdist í Keflavíkurkirkju 1980Guðmundur Karl Brynjarsson, núverandi sóknarprestur á Skagaströnd fermdist í Keflavíkurkirkju 30. mars 1980 og er nú að halda uppá 20 ára fermingarafmæli.Þegar hann er beðinn um að rifja upp fermingardaginn þá er honum kossaflensið efst í huga. „Ég stóð mína pligt í því eins og sönnum fermingardreng sæmir, en einn fermingarbróðir minn harðneitaði að kyssa nokkurn einasta gest.“Guðmundur segist ekki muna eftir hvernig stelpurnar voru klæddar og ber fyrir sig að hafa verið saklaus, lítill drengur. „Við strákarnir vorum margir í brúnum jökkum úr hálfgerðu strigaefni, minnir mig. Aðal stællinn var að hneppa ekki efstu tölunni á skyrtunni og hafa bindið losaralegt. Ég man að hljómsveitin Styx var rosalega vinsæl þegar ég var að fermast. Alla vega dettur mér alltaf fermingardagurinn í hug þegar ég heyri lagið Boat on the River“, segir Guðmundur.Fermingarumstangið var svipað fyrir 20 árum og það er í dag, að sögn Guðmundar. Hann fékk 8mm Fuji kvikmyndatökuvél frá foreldrum sínum, sem hann var mjög ánægður með. „Í hennisá ég framtíðardraumana rætast því ég ætlaði að verða kvikmyndagerðarmaður. En þessi ágæta græja varð ekki upphafið á glæstum ferli því um það bil viku eftir fermingardaginn datt hún í gólfið og brotnaði. Við vinirnir vorum þá akkúrat að fara að filma fyrsta meistarastykkið, einhverja þjóðsögu, og það var einmitt leikarinn sem átti að leika skrattann sem rak sig í þrífótinn og setti allt um koll. Vélin var send til Japan í viðgerð og kom aftur tveimur árum síðar, en þá var mig farið að dreyma eitthvað annað um framtíðina.Varstu þá farinn að hugleiða að verða prestur?„Nei, þvert á móti. Ég man eftir því að hafa hugsað um það í fermingarundirbúningnum að prestsstarfið hlyti að vera hundleiðinlegt. Reyndar var ég á tímabili hættur við að fermast, en svo náði græðgin yfirhöndinni. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég skildi að það mikilvægasta í lífinu er einmitt að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins, eins og segir í fermingarspurningunni. Að sjálfsögðu hafði ég líka á röngu að standa um prestsstarfið því það er bæði skemmtilegt starf og gefandi.“