Þarf að slá blettinn til að geta málað húsið
Uppáhaldsstaður Viktors Atla Gunnarssonar er Grindavík en hann býr í Keflavík í dag ásamt barnsmóður sinni og syni. Sumarið fer í stutt ferðalög og viðhald á heimilinu og ef hann getur ráðlagt erlendum túrista mun hann senda hann rakleitt í Rokksafnið!
Nafn, staða, búseta: Viktor Atli, í sambúð, í Keflavík
Hvernig á að verja sumarfríinu? Sumarið fer í stutt ferðalög og viðhald á heimilinu.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Grindavík er og verður alltaf uppáhalds, því það er góður bær.
Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)? Mig langar mjög til Færeyja.
Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillaður hamborgari.
Hvað með drykki? Mix í dós.
Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Heldur betur, þar er af nægu að taka!
Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Bæði, held meira að segja að ég þurfi að slá blettinn til þess að geta málað.
Veiði, golf eða önnur útivist? Ég verð eitthvað úti ef veður leyfir.
Tónleikar í sumar? Það held ég örugglega.
Áttu gæludýr? Alltaf á leiðinni að fá okkur hund, höfum ekki komist í það enn.
Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Lyktin af varðeld finnst mér góð.
Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Ég myndi hiklaust senda hann á Rokksafnið.