Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þar sem (grindvíska) hjartað slær!
Miðvikudagur 16. júlí 2014 kl. 09:29

Þar sem (grindvíska) hjartað slær!

Suðurnesjamenn blogga

Nokkrir vaskir Suðurnesjamenn hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi. Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri.

 Hér að neðan má lesa færslu frá Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Grindavík.

„Það er einn staður í Grindavík sem á síðustu árum hefur fest sig í sess sem eitt af einkennum Grindavíkur. Staður sem heldur á lofti sögu bæjarins, er með skemmtilegt andrúmsloft, bestu humarsúpu landsins og yndislega gestgjafa. Þetta er Bryggjan kaffihús og það má með sanni segja að þar slær grindvíska hjartað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég nýt þess að fara reglulega á Bryggjuna og fá mér humarsúpu eða kökusneið og kaffibolla (eða allt þrennt) og vinna í tölvunni um leið og ég fylgist með lífinu í höfninni.

En það sem gerir Bryggjuna svo skemmtilega  er menningin og tónlistin, þar getur hver sem er sest við píanóið og spilað lag eða tvö og þarna hafa frægir sem óreyndir haldið tónleika fyrir bæjarbúa.

Halldór Lárusson, bæjarlistamaður Grindavíkur, ásamt eigendum Bryggjunnar hófu á síðasta ári að hafa svokallað “Opið svið á Bryggjunni” og hafa ákveðið að endurtaka leikinn í ár og næsta opna svið er einmitt á föstudaginn. Tónlistarmennirnir Halldór Lárusson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari & Þorgils Björgvinsson alltmögulegtleikari munu leika á opnu sviði á Bryggjunni og gefst gestum og gangandi tækifæri á að stíga á svið með þeim félögum og taka lagið. Nú, svo má einnig segja sögur eða taka í hljóðfæri eða hvað sem er.

Í fyrra komust oft á tíðum færri að en vildu og vegna fjölda áskorana er opna sviðið nú endurtekið. Ég hvet þig til að láta sjá þig, ef ekki til að syngja lag þá til að njóta þess að heyra í öðrum.“