Þakklátur fyrir stórslysalaust ár
„Ýmislegt hefur á dagana drifið á árinu sem er nýliðið. Fyrir mig persónulega þá er það helst að 6. maí var ég fastráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Síðan fæddist Grétu minni og Bjarna sonur þann 15. des sl.,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, spurður um nýliðið ár.
„Þá er ég er þakklátur fyrir að fjölskyldan hefur sloppið við stór áföll á árinu. Þá minnist maður ársins helst fyrir að ekki urðu stórslys eða stórbrunar á árinu. Þá er ofarlega í huga þau vandræði sem þjóðin stenndur frammi fyrir á komandi árum, en vonandi rætist úr“.
- Hvað með áramótaheit?
„Venjulega er ég ekki mikið að hugsa um áramótaheit þó er ég alltaf með það í huga að bæta mig í starfi og leik þannig að ég verði betri einstaklingur,“ segir Jón.