Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

„Þakklát fyrir frábæra ljósmæðravakt“
Nýársbarnið ásamt stoltri stóru systur, Eldeyju Vöku.
Fimmtudagur 4. janúar 2018 kl. 11:23

„Þakklát fyrir frábæra ljósmæðravakt“

- Nýársbarnið sefur vel og er dugleg að drekka

Nýársbarn ársins 2018 fæddist 16 merkur og 49 cm með bollukinnar og undirhöku, að sögn móðurinnar, Söru Daggar Gylfadóttur.
,,Þetta gerðist allt mjög hratt en gekk rosalega vel. Við erum óendanlega þakklát fyrir það hversu frábær ljósmæðravaktin hér á Suðurnesjum er," segir Sara, en litla stúlkan fæddist kl. 15:16 á nýársdag, einungis tveimur tímum eftir að móðir hennar missti vatnið.

Steina Þórey ljósmóðir tók á móti barninu og henni til aðstoðar var Katrín Sif ljósmóðir og segir Sara þær hafa gert alla upplifunina yndislega, enda miklir fagmenn.
Sara var sett þann 27. desember sl. ,,Það er ótrúlega gaman að hún ákvað að koma á nýársdag. Hún er yndisleg í alla staði, vær, sefur vel og er dugleg að drekka og við erum í skýjunum með hana."
Fyrir eiga Sara og maðurinn hennar, Björn Símonarson, þrjú börn. Elsti sonur þeirra, Símon, er 23 ára, Kári er 15 ára og Eldey Vaka er 4 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024