Þakkir færðar starfsmönnum sem hafa látið af störfum vegna aldurs
Það hefur tíðkast til margra ára að halda kaffisamsæti á fjögurra ára fresti og heiðra þá sem látið hafa af störfum vegna aldurs hjá Reykjanesbæ á því kjörtímabili. Staðið hefur til að breyta þessari hefð og gera þetta árlega en vegna heimsfaraldurs Covid19 þurfti að breyta útfærslunni.
Á dögunum fóru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í bíltúr og afhentu þeim sem höfðu látið af störfum frá miðju ári 2018 þakklætisvott fyrir þeirra starf í þágu íbúa Reykjanesbæjar.
Framvegis verður þetta gert í lok hvers árs, segir á vef Reykjanesbæjar.
Rétt er að taka fram að fyllstu sóttvarna var gætt og grímur teknar niður rétt á meðan tekin var mynd.
Starfsmenn sem látið hafa af störfum vegna aldurs frá miðju ári 2018
Aðalsteinn Björnsson - Reykjaneshöfn
Alda Ögmundsdóttir - Tónlistarskólinn
Ástríður H. Sigurvinsdóttir - Holtaskóli
Auður H. Jónatansdóttir - Heiðarskóli
Bergþóra Káradóttir - Reykjaneshöll
Bergur Finnsson - Reykjaneshöll
Guðbjörg Benjamínsdóttir - Njarðvíkurskóli
Guðríður Vilbertsdóttir - Njarðvíkurskóli
Hafdís Garðarsdóttir- Fræðsluskrifstofa
Haukur Ottesen Hauksson - Myllubakkaskóli
Hulda María Þorbjörnsdóttir - Njarðvíkurskóli
Ingibjörg M Kjartansdóttir - Njarðvíkurskóli
Ingólfur Matthíasson - Myllubakkaskóli
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir- Þjónusta og þróun
Jóhannes Jóhannesson - Reykjaneshöfn
Kristín Bárðardóttir - Myllubakkaskóli
Martha Ó. Jensdóttir - Heiðarskóli
Sædís Ósk Guðmundsdóttir - Heiðarsel
Salóme Kristinsdóttir - Heiðarsel
Salvör Gunnarsdóttir -Holtaskóli
Sigurbjörg Fr. Gísladóttir – Velferðarsvið
Sóley Halla Þórhallsdóttir - Heiðarskóli
Steinar Jóhannsson - Myllubakkaskóli
Svana A Daðadóttir - Myllubakkaskóli
Sveinn Númi Vilhjálmsson - Skrifstofa USK
Þorbjörg R Óskarsdóttir - Heiðarskóli
Valgerður Guðmundsdóttir - Menningarfulltrúi
Steinar Jóhannsson - Myllubakkaskóli
Guðbjörg Benjamínsdóttir - Njarðvíkurskóli
Jóhannes Jóhannesson - Reykjaneshöfn