Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þakkir færðar starfsmönnum sem hafa látið af störfum vegna aldurs
Bergþóra Káradóttir ásamt Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, og Guðbrandi Einarssyni, forseta bæjarstjórnar. Myndir af vef Reykjanesbæjar.
Mánudagur 18. janúar 2021 kl. 08:06

Þakkir færðar starfsmönnum sem hafa látið af störfum vegna aldurs

Það hefur tíðkast til margra ára að halda kaffisamsæti á fjögurra ára fresti og heiðra þá sem látið hafa af störfum vegna aldurs hjá Reykjanesbæ á því kjörtímabili. Staðið hefur til að breyta þessari hefð og gera þetta árlega en vegna heimsfaraldurs Covid19 þurfti að breyta útfærslunni.

Á dögunum fóru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í bíltúr og afhentu þeim sem höfðu látið af störfum frá miðju ári 2018 þakklætisvott fyrir þeirra starf í þágu íbúa Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framvegis verður þetta gert í lok hvers árs, segir á vef Reykjanesbæjar.

Rétt er að taka fram að fyllstu sóttvarna var gætt og grímur teknar niður rétt á meðan tekin var mynd.


Starfsmenn sem látið hafa af störfum vegna aldurs frá miðju ári 2018

Aðalsteinn Björnsson - Reykjaneshöfn
Alda Ögmundsdóttir - Tónlistarskólinn
Ástríður H. Sigurvinsdóttir - Holtaskóli
Auður H. Jónatansdóttir - Heiðarskóli
Bergþóra Káradóttir - Reykjaneshöll
Bergur Finnsson - Reykjaneshöll
Guðbjörg Benjamínsdóttir - Njarðvíkurskóli
Guðríður Vilbertsdóttir - Njarðvíkurskóli
Hafdís Garðarsdóttir- Fræðsluskrifstofa
Haukur Ottesen Hauksson - Myllubakkaskóli
Hulda María Þorbjörnsdóttir - Njarðvíkurskóli
Ingibjörg M Kjartansdóttir - Njarðvíkurskóli
Ingólfur Matthíasson - Myllubakkaskóli
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir- Þjónusta og þróun
Jóhannes Jóhannesson - Reykjaneshöfn
Kristín Bárðardóttir - Myllubakkaskóli
Martha Ó. Jensdóttir - Heiðarskóli
Sædís Ósk Guðmundsdóttir - Heiðarsel
Salóme Kristinsdóttir - Heiðarsel
Salvör Gunnarsdóttir -Holtaskóli
Sigurbjörg Fr. Gísladóttir – Velferðarsvið
Sóley Halla Þórhallsdóttir - Heiðarskóli
Steinar Jóhannsson - Myllubakkaskóli
Svana A Daðadóttir - Myllubakkaskóli
Sveinn Númi Vilhjálmsson - Skrifstofa USK
Þorbjörg R Óskarsdóttir - Heiðarskóli
Valgerður Guðmundsdóttir - Menningarfulltrúi

Steinar Jóhannsson - Myllubakkaskóli



Guðbjörg Benjamínsdóttir - Njarðvíkurskóli

Jóhannes Jóhannesson - Reykjaneshöfn