Þakkargjörð á Langbest í dag og á morgun
Á fimmtudag og föstudag verður þakkargjörðarhátíð (Thanksgiving) á Langbest Ásbrú.
Þakkargjörðardagurinn er uppskeruhátíð Landnema Norður-Ameríku sem á rætur sínar að rekja til ársins 1621 og átti sér stað á plantekrum í Plymouth, Massachusetts-fylki, sem er 13. fylkið. Þakkargjörðin er aðallega haldin hátíðleg í Bandaríkjunum og Kanada. Mönnum ber ekki alveg saman um uppruna hátíðarinnar, því margir halda því fram að hátíðin hafi fyrst farið fram þann 8. sept. 1565 í Saint Augustine í Flórída og sé spænskur siður.
Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur annan mánudag októbermánaðar í Kanada, en fjórða fimmtudag nóvembermánaðar í Bandaríkjunum. Í dag er þakkargjörðarhátíðin aðallega haldin sem hittingur fyrir fjölskyldu og vini til að styrkja böndin og það er því tilvalið fyrir allar íslenskar fjölskyldur að skella sér á Langbest Ásbrú og borða góðan mat á sanngjörnu verði og treysta fjölskyldu- og vinaböndin.
Meira: langbest.is