Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þakkagjörðarhátíð á Langbest
Fimmtudagur 24. nóvember 2011 kl. 10:00

Þakkagjörðarhátíð á Langbest

Í dag, fimmtudaginn 24. nóvember, verður Þakkagjörðarhátíð (Thanksgiving) á Langbest Ásbrú. Boðið verður upp á stórglæsilegt hlaðborð að amerískum hætti.


Heilbakaður kalkúnn í smjöri, Savory ofnbakaður stuffing, Sykurgljáðar kartöflur með marshmellow, brúnkál, soðsósa, Waldorfsalat, gulrætur og sveppir í appelsínugljáa, heimalöguð trönuberjasulta, hvítlaukskartöflumús, maískorn.


Veislan byrjar kl. 11:00 og stendur til kl. 14:00 og síðan aftur frá kl. 17:00 til 21:00.


Þakkagjörðadagurinn er uppskeru-hátíð landnema Norður-Ameríku og á rætur sínar að rekja til ársins 1621 á plantekrum í Plymouth í Massachusetts-fylki, sem er 13. fylki Bandaríkjanna. Þakkagjörðin er aðallega haldin hátíðleg í Bandaríkjunum og Kanada. Mönnum ber ekki alveg saman um uppruna hátíðarinnar, margir halda því fram að hátíðin hafi fyrst farið fram þann 8. sept. 1565 í Saint Augustine í Flórída og sé spænskur siður.

Þakkagjörðardagurinn í Kanada er haldinn hátíðlegur annan mánudag í október, en síðasta fimmtudag nóvembers í Bandaríkjunum. Í dag er Þakkagjörðarhátíðin aðallega haldin sem hittingur fyrir fjölskyldu og vini til að styrkja böndin og það er því tilvalið fyrir allar íslenskar fjölskyldur að skella sér á Langbest Ásbrú og borða góðan mat á sanngjörnu verði.

- Meira á langbest.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024