Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Það var beygur í mér,“ segir Ásmundur eftir frábæra Skötumessu
Óskar og Davíð voru sáttir með skötuna. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 12. júlí 2018 kl. 09:54

„Það var beygur í mér,“ segir Ásmundur eftir frábæra Skötumessu

„Það var beygur í mér fyrir Skötumessuna núna og ég hafði áhyggjur af mætingunni. Samkeppni við stóran fótboltaleik og svo veðrið en þetta fór allt vel og mætingin var frábær, húsfyllir og frábær stemmning,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og Skötumessu-frumkvöðull.

Ásmundur og vinir hans héldu enn eina Skötumessuna í Gerðaskóla í Garði en kvöldið er sambland af matarveislu og skemmtun og fjáröflun. Þegar þetta þrennt er sett saman í eitt kvöld getur fátt klikkað. Um 400 manns mættu og nutu skötu á Þorláksmessu að sumri. Hún var vel kæst en líka mildari en svo var líka í boði góður saltfiskur og plokkfiskur og allt þetta með tilheyrandi meðlæti, kartöflum, rófum og hamsatólg.

Skötumessan er farin að rokka feitt þegar hugað er að menningu því skemmtiatriði voru af bestu gerð. Nokkrir söngvarar stigu á svið, ungir sem eldri og innan um stór nöfn eins og Geir Ólafs og þá var séra Hjálmar Jónsson ræðumaður kvöldsins. Þvílíkur snillingur sem maðurinn er.

Undir lok kvölds eftir að Ásmundur hafði útdeilt nokkrum vænum styrkjum til aðila á Suðurnesjum lék hljómsveit Gunnars Þórðarsonar með Óttar Felix og fleiri innanborðs all nokkur Hljómalög, flest þeirra bestu og ekki var laust við að maður sæi tár á hvarmi í salnum.

Í fréttinni hér að neðan er myndskeið frá kvöldinu með viðtali við Ásmund og nokkra gesti. Það er nánast hægt að finna lyktina þegar maður skoðar myndskeiðið eða ljósmyndirnar sem fylgja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Styrkja- og gjafalisti Skötumessunar í ár hljóðaði svona:

Hjálparstofnun Kirkjunnar 2900 matar     500.000
Sumardvöl fatlaðar í Öspinni ;                    Trambólín og spil
Málning v/íbúðar Þroskahjálpar                 Allt sem þarf
Eldri borgarar Reykjanesbæ                       80.000 Boccia
NES ferðasjóður                                            200.000
Andri Fannar og Óðinn                                Fótboltaspil og græjur
Þroskahjálp, kaup á bíl                                ca. 1.500.000
NES, vinna stjórnar                                      80.000

Ásmundur Skötustjóri og Sr. Hjálmar Jónsson en hann var ræðumaður kvöldsins.

Húsfyllir var í Gerðaskóla á Skötumessu 2018.

 

Skötumessa 2018