Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Það þarf að lífga upp á Hafnargötuna
Þriðjudagur 11. júlí 2017 kl. 06:00

Það þarf að lífga upp á Hafnargötuna

-Tara Rós Jóhannsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?

Ég vinn á leikskólanum Gefnarborg i Garði.

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Frelsið. Mér fannst ég alltaf örugg hérna og ég vissi að ef eitthvað kæmi upp á þá væri alltaf stutt í hjálpina. Það er stutt í allt og alla. Það var einnig svo æðislegt að það þyrfti ekki að fara langt til þess að komast í algjöra kyrrð og sveitafýling.

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það?

Það er svo erfitt að velja einn stað því það er svo margt fallegt hérna en annars Reykjaneshringurinn og Garðskaginn stendur einnig alltaf fyrir sínu.

Hvað ætlarðu að gera í sumar?

Ég ætla að ferðast um landið. Markmiðið mitt er að reyna að fara í margar náttúrulaugar. En ég verð að vinna eitthvað líka.

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?

Það þarf að reyna að lífga upp á Hafnargötuna, bæði götuna sjálfa og lífið í kringum hana.