„Það er gott að gefa til baka“
„Fyrir tveimur árum greindist Einar sonur minn með sykursýki og við dvöldum yfir jólin á Barnaspítalanum. Einari áskotnaðist Playstation 3 leikjatölva og átti slíka fyrir og að hans frumkvæði gáfum við Barnaspítalanum tölvuna til þess að krakkarnir geti stytt sér stundir,“ segir Gunnar Einarsson, ÍAK þjálfari.
Fjölskylda Einars er afar þakklát starfsfólki spítalans og Gunnar segir leikstofuna þar einstakan stað og alltaf sé gott að hitta starfsfólkið. Þau fari þangað á 2ja til 3ja mánaða fresti með Einar í reglubundið eftirlit. „Það er alltaf svo indælt og kemur fram við okkur eins og að það hafi þekkt okkur lengi. Það var kominn tími til að gefa til baka,“ segir Gunnar.
VF/Olga Björt