Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tendra jólaljós í Vogum
Það viðraði ekki vel þegar þessi mynd var tekin í Vogum fyrir fáeinum árum þegar kveikt var á jólaljósunum. VF-mynd: elg
Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 15:02

Tendra jólaljós í Vogum

Sunnudaginn 1. desember verður aðventumessa kl 15:00 í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Sama dag kl. 17:00 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Aragerði.

Séra Gunnar Jóhannesson flytur hugvekju og kirkjukórinn mun syngja nokkur jólalög. Nemendur í 1. bekk syngja og heyrst hefur að einhverjir af þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við og verða jafnvel með glaðning fyrir stillt börn í pokahorninu.

Krakkarnir í 10. bekk verða með heitt súkkulaði og annað góðgæti til sölu til styrktar lokaferð þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024