Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tendra jólaljós í Grindavík á morgun
Laugardagur 6. desember 2014 kl. 14:26

Tendra jólaljós í Grindavík á morgun

Ákveðið hefur verið að fresta tendrun jólatrésins á Landsbankatúninu í Grindavík til sunnudagsins kl. 18:00. Veðurútlit í dag er slæmt en hins vegar er fínasta veðurspá fyrir seinni part sunnudagsins. Grindavíkingar eru hvattir til þess að dreifa þessum upplýsingum sem víðast. Dagskráin á sunnudaginn við tendrun jólatrésins kl. 18:00  er þessi:  

• Tónlistaratriði með nemendum Tónlistarskólans
• Söngnemendur Tónlistarskólans flytja jólalög.
• Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar flytur ávarp.
• Stekkjastaur og kjötkrókur mæta á svæðið og skemmta börnunum.
• Skoppa og Skrítla og vinir með jólaskemmtun fyrir börn á öllum aldri. Þær vinkonur munu einnig kveikja á jólatrénu.

Unglingadeildin Hafbjörg býður heitt súkkulaði og piparkökur fyrir gesti, ókeypis.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna með gleði og jólastemmningu í hjarta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024