Telma Sif sigraði í Stóru upplestrarkeppinni
Telma Sif Reynisdóttir sigraði í lokahátið Stóru upplestrarkeppninnnar sem fram fór í Gerðaskóla í gær en aðrir aðrir þáttökuskólar voru Stóru Vogaskóli og Grunnskóli Grindavíkur.
Telma Sif er í Grunnskóla Grindavíkur en svo skemmtilega vildi til að hver skóli átti einn nemenda í vinningssætunum. Í öðru sæti var Tómas Barichon frá Stóru Vogaskóla og í því þriðja var Bergrún Ásbjörnsdóttir frá Gerðaskóla.
Keppendur lásu valdar sögu í fyrstu umferð, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson í annarri umferð og að síðustu efni að eigin vali. Upprennandi tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Garðs og Grunnskóla Grindavíkur fluttu tónlistaratriði á milli dagskrárliða.
Helstu styrktaraðilar keppninnar voru Spkef í Garði, Mjólkursamsalan og Bókaútgáfan Edda.
Myndasería frá keppninni er í ljósmyndasafni VF hér á vefnum.
Mynd: Telma Sif Reynisdóttir, Tómas Barichon og Bergrún Ásbjörnsdóttir. VF-mynd: elg