Tekur þátt á heimsmeistaramóti íslenska hestsins
Camilla Petra Sigurðardóttir er 19 ára Keflavíkurmær. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Camilla æft hestaíþróttir í 11 ár, eða frá 1996.
Hún stendur nú í ströngu því hún var valin í landslið Íslands á dögunum. Þess má geta að Camilla er fyrsti Mánamaðurinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti, en það er nú haldið í Hollandi.
Camilla fer út 2. ágúst en hesturinn hennar, Sporður frá Höskuldsstöðum, verður sendur til Hollands deginum áður.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins er haldið annað hvert ár en nokkuð áhugavert er að það getur aldrei verið haldið á Íslandi.
Innflutningur á hestum er ekki leyfilegur og því gætu engar aðrar þjóðir tekið þátt í mótinu yrði það haldið hér. Það eru kringum 20 þjóðir sem taka þátt í mótinu í ár og búist er við um 30 þúsund áhorfendum. Ljóst er að hróður íslenska hestins hefur borist víða.
Aðspurð segist hún að sjálfsögðu farin að hlakka til fararinnar en því miður fellur skuggi á þá tilhlökkun. Eins og gildir um aðra hesta má ekki flytja Sporð aftur til landsins. Hún hefur átt Sporð síðan
2005 og segir hann mjög góðan hest með skemmtilegan persónuleika.
Hann er tólf vetra og hegðar sér eins og gæludýr inní hesthúsi, mjög gæfur og góður. Þegar komið er á bak er hann þó hörkuviljugur og góður keppnishestur. Eftir mótið verður hann seldur, mögulega til fyrri eiganda hans sem býr úti.
Á mótinu mun Camilla keppa bæði í fjórgangi og tölti, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún keppir á erlendri grundu. Hún tók þátt í Norðurlandamóti árið 2002 í Finnlandi þar sem hún keppti í unglingaflokki og lenti í fjórða sæti í fjórgangi. Fyrir það mót fékk hún lánaðan hest og þurfti því ekki að skilja við hestinn sinn eins og í ár. Íslenskir hestar eru seldir og fluttir út en einnig stunda mörg lönd ræktun á íslenska hestakyninu.
Þrjú ungmenni og tíu fullorðnir stefna á að fara á mótið héðan frá Íslandi. Camilla er í góðra vina hópi á mótinu því auðvitað þekkjast flestir vel innan íþróttarinnar. Þótt hún hafi stundað þessa íþrótt rúmlega helming ævi sinnar segist hún ekkert vera á leiðinni að hætta, ekki á meðan hún hafi enn gaman að þessu. Það fylgir því mikill kostnaður að taka þátt í svona móti og því hafa þátttakendur hafið fjáröflun. Camilla mun á næstu dögum leita eftir styrk hjá fyrirtækjum, og vonumst við til þess að henni verði tekið vel Heimsmeistaramót íslenska hestsins er haldið dagana 6. - 12. ágúst.
Síðasta keppnisdaginn verður bein útsending frá úrslitum í mótinu í Ríkissjónvarpinu.
Hún stendur nú í ströngu því hún var valin í landslið Íslands á dögunum. Þess má geta að Camilla er fyrsti Mánamaðurinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti, en það er nú haldið í Hollandi.
Camilla fer út 2. ágúst en hesturinn hennar, Sporður frá Höskuldsstöðum, verður sendur til Hollands deginum áður.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins er haldið annað hvert ár en nokkuð áhugavert er að það getur aldrei verið haldið á Íslandi.
Innflutningur á hestum er ekki leyfilegur og því gætu engar aðrar þjóðir tekið þátt í mótinu yrði það haldið hér. Það eru kringum 20 þjóðir sem taka þátt í mótinu í ár og búist er við um 30 þúsund áhorfendum. Ljóst er að hróður íslenska hestins hefur borist víða.
Aðspurð segist hún að sjálfsögðu farin að hlakka til fararinnar en því miður fellur skuggi á þá tilhlökkun. Eins og gildir um aðra hesta má ekki flytja Sporð aftur til landsins. Hún hefur átt Sporð síðan
2005 og segir hann mjög góðan hest með skemmtilegan persónuleika.
Hann er tólf vetra og hegðar sér eins og gæludýr inní hesthúsi, mjög gæfur og góður. Þegar komið er á bak er hann þó hörkuviljugur og góður keppnishestur. Eftir mótið verður hann seldur, mögulega til fyrri eiganda hans sem býr úti.
Á mótinu mun Camilla keppa bæði í fjórgangi og tölti, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún keppir á erlendri grundu. Hún tók þátt í Norðurlandamóti árið 2002 í Finnlandi þar sem hún keppti í unglingaflokki og lenti í fjórða sæti í fjórgangi. Fyrir það mót fékk hún lánaðan hest og þurfti því ekki að skilja við hestinn sinn eins og í ár. Íslenskir hestar eru seldir og fluttir út en einnig stunda mörg lönd ræktun á íslenska hestakyninu.
Þrjú ungmenni og tíu fullorðnir stefna á að fara á mótið héðan frá Íslandi. Camilla er í góðra vina hópi á mótinu því auðvitað þekkjast flestir vel innan íþróttarinnar. Þótt hún hafi stundað þessa íþrótt rúmlega helming ævi sinnar segist hún ekkert vera á leiðinni að hætta, ekki á meðan hún hafi enn gaman að þessu. Það fylgir því mikill kostnaður að taka þátt í svona móti og því hafa þátttakendur hafið fjáröflun. Camilla mun á næstu dögum leita eftir styrk hjá fyrirtækjum, og vonumst við til þess að henni verði tekið vel Heimsmeistaramót íslenska hestsins er haldið dagana 6. - 12. ágúst.
Síðasta keppnisdaginn verður bein útsending frá úrslitum í mótinu í Ríkissjónvarpinu.