Tekur á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar
Ágústa Jóna mun eyða áramótunum í faðmi tengdafjölskyldu sinnar í Grindavík í ár og bíður spennt eftir ljúffengum mat hjá tengdapabba sínum. Hún strengir ekki nýársheit en utanlandsferð er meðal þess sem stendur upp úr hjá henni á árinu.
Hvar verður þú um áramótin?
„Við fjölskyldan verðum í Grindavík hjá tengdaforeldrum mínum.“
Hvað ætlar þú að borða um áramótin?
„Það verður eitthvað ljúffengt hjá tengdapabba eins og alltaf.“
Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit?
„Nei, það geri ég ekki og hef ekki gert.“
Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér?
„Það sem stendur upp úr á árinu er ferð okkar fjölskyldunnar til Tenerife og þjóðhátíð þar sem öll fjölskyldan var einnig saman komin.“
Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér?
„Nei, get ekki sagt það.“