Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tékknesk gleði á stofutónleikum í Minni-Vogum
Þriðjudagur 19. ágúst 2008 kl. 12:03

Tékknesk gleði á stofutónleikum í Minni-Vogum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjóðlagahópurinn Osminka frá Prag dvelur nú í Minni-Vogum, Egilsgötu 8, Vogum og efnir þar til stofutónleika föstudagskvöldið 22. ágúst kl. 20.00. Heitt verður á könnunni og aðgangur er ókeypis.
 
Osminka er hópur 14 barna og ungmenna á aldrinum 8-21 árs sem öll eru nemendur í tónlistarskólanum ZUS Taussigova í Prag.

Hópurinn sem var stofnaður árið 1999, leggur áherslu á flutning tékkneskra þjóðlaga og þjóðdansa og kemur ávallt fram í litríkum tékkneskum þjóðbúningum.
Þau hafa ferðast víða og komið fram á þjóðlagahátíðum og öðrum viðburðum þar sem þau hafa hvarvetna hlotið lof fyrir glaðlegan og skemmtilegan flutning.
Þjóðlagahefðin á mjög djúpar rætur í tékknesku þjóðinni, nánast þar sem tveir tékkar hittast eru sungin þjóðlög sér til skemmtunar.  Það má því búast við gleðistund á Minni-Vogum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.