Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Mannlíf

  • „Taugarnar liggja alltaf suður með sjó“
  • „Taugarnar liggja alltaf suður með sjó“
    Atli Rúnar Hermannsson
Þriðjudagur 3. nóvember 2015 kl. 12:05

„Taugarnar liggja alltaf suður með sjó“

- Atli Rúnar stendur fyrir glæsilegum jólatónleikum í Hljómahöll

Atli Rúnar Hermannsson stendur fyrir glæsilegum jólatónleikum í Hljómahöll þann 18. desember næstkomandi. Yfirskrift tónleikanna er Jólin koma - í Reykjanesbæ og mun einvalalið tónlistarmanna koma fram, þeirra á meðal Stefán Hilmarsson, Sigga Beinteinsdóttir og Helga Möller. Þá munu barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bylgja Dís taka lagið. 

Atli býr núna í Reykjavík en bjó áður í Keflavík og í Njarðvík. „Ég hef búið báðu megin við landamærin. Ég bjó þó lengur í Njarðvík og tilheyri þeim frábæra hópi sennilega meira. Þó svo að ég hafi búið utan Suðurnesja síðan ég var tvítugur liggja taugarnar alltaf suður með sjó,“ segir hann.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Atli hafði gengið með þá hugmynd í kollinum í nokkur ár að halda veglega jólatónleika á Suðurnesjum. „Það er þó fyrst núna sem ég sé fram á að hafa tíma til að framkvæma hana og því kýldi ég á þetta fyrir þessi jól. Ég var mjög heppinn með að allt það tónlistarfólk sem ég hringdi í var klárt og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá fólk til að taka þátt í þessu verkefni.“ Atli segir það sennilega hafa gert gæfumuninn hvað Hljómahöllin sé orðin flottur tónleikastaður og allur aðbúnaður þar til fyrirmyndar. Samkvæmt nýjustu tölum eru nokkrir tugir miða eftir.