Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Talandi hrafn í Vogum og 84 aðrar fréttir
Mánudagur 15. nóvember 2010 kl. 10:15

Talandi hrafn í Vogum og 84 aðrar fréttir

-Vogamaður gefur út DVD disk með uppáhalds fréttunum sínum

Magnús Hlynur Hreiðarsson, ritstjóri Dagskrárinnar, Fréttablaðs Suðurlands og fréttamaður sjónvarpsins á Suðurlandi hefur nú gefið út DVD disk með úrvali af skemmtilegum sunnlenskum sjónvarpsfréttum, sem hann hefur unnið síðustu 12 ár, eða frá 1998 til 2010. Á disknum eru 85 fréttir á 85 mínútum, ásamt tæplega 20 mínútna aukaefni af sunnlenskri tónlist.

Magnús Hlynur, sem er úr Vogunum hefur búið á Selfossi síðan 1991. Á disknum hans er mikið af sveitafréttum, t.d. um tvíburafolöld, syngjandi hund, prestur úti að ganga með lamb, hryssa að kasta, sungið í Tungnaréttum, þriggja vikna önd að bera út póst, lamb með tvö höfuð, knattspyrnuhundurinn Kolla og svona framvegis og framvegis.

Ein frétt er úr Vogunum en hún er um hrafninn Gúra, sem Jón Helgason heitinn þjálfaði til að tala. Þeir sem vilja eignast diskinn geta pantað hann hjá Magnúsi í gegnum tölvupóstinn [email protected] eða hringt í hann í síma 856-0672. Hann kostar 2.750 kr með sendingarkostnaði.

 

Myndin: Magnús Hlynur með fullt fangið af nýja DVD disknum, sem hefur að geyma 85 eftirminnilegar sjónvarpsfréttir síðustu 12 ára á Suðurlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024