Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tælensk hátíð í Samkomuhúsinu í Sandgerði
Miðvikudagur 18. júlí 2012 kl. 15:43

Tælensk hátíð í Samkomuhúsinu í Sandgerði

Sunnudaginn 22. júlí verður Samfelld tælensk arfleifð 2012 haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði kl. 18.00-21.00

Danssýning frá Kasestart háskólanum í Tælandi. Þau munu sýna Hanumal, Manora og hefðbundinn tælenskan dans. Að auki verður flutt skemmtileg og áhugaverð tónlist með tælenskum hljóðfærum. Glæsileg danssýning sem dansunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Khon er danstegund frá Tælandi sem var eingöngu sýndur við konungshirðina og fluttur af grímuklæddum karlmönnum, sögumanni og við undirspil tælenskrar tónlistar.

Matur að hætti Tælendinga, kaffi og kökur. Innifalið er matur og kaffi, dans og skemmtiatriði.

Allir velkomnir. Miðaverð aðeins 3.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024