Systur í lautarferð
Systurnar Jóhanna og Heiða Ósk Guðmundsdætur voru á leið sinni í lautarferð í skrúðgarðinum í Njarðvík er þær gáfu sig á tal við blaðamann Víkurfrétta. Þær eru nýkomnar úr sumarfríi frá Laugarvatni og eru mikið úti að leika sér þessa dagana. Systurnar kunna svo sannarlega að fara í lautarferð og hafa meðferðis teppi, kodda og nesti.
VF-mynd/Jón Björn Ólafsson