Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Systrafélagið styrkir Hvamm
Föstudagur 27. apríl 2007 kl. 12:01

Systrafélagið styrkir Hvamm

Styrkur til tómstundastarfs eldri borgara Systrafélag Ytri - Njarðvíkurkirkju afhenti í gær í Hvammi, félagsmiðstöð eldri borgara við Suðurgötu, Tómstundastarfi eldri borgara að gjöf kr. 100.000. Styrkurinn kemur sér vel að sögn Jóhönnu Arngrímsdóttur forstöðumanns sem veitti styrknum mótttöku. Ákveðið hefur verið nýta styrkinn til þess að kaupa ný hljómflutningstæki fyrir leikfimi eldri borgara og dansæfingar.  Einnig verða keyptar teygjur sem notaðar eru við leikfimiæfingar og útskurðarjárn.

"Ef einhver afgangur verður ætlum við að nota það í kaup á geisladiskum", sagði Jóhanna að lokum.

Mynd: Sigurbjörg Björnsdóttir formaður systrafélags Ytri- Njarðvíkur afhendir Jóhönnu Arngrímsdóttur styrkinn í Hvammi.

 

Af vefsíðu Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024