Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Systkini úr Garðinum gefa út ljóðabók um jólasveina
Mánudagur 30. nóvember 2009 kl. 11:02

Systkini úr Garðinum gefa út ljóðabók um jólasveina

Systkinin og Garðbúarnir Katrín Ruth Þorgeirsdóttir og Vignir Már Þorgeirsson hafa gefið út skemmtilega vísnabók um íslensku jólasveinanna þrettán. Bókin heitir; Er nálgast jólin, sveinar koma og gefa gott í skó.


Bókin er 16 síður að lengd og á hverri síðu er vísa um hvern og einn jólasvein sem er tilvalið að lesa kvöldið áður eða daginn eftir að viðkomandi jólasveinn er búinn að gefa í skóinn. Fallegar myndir af jólasveinunum sem börnin geta litað að vild ásamt því að neðst á hverri síðu er pláss til að skrifa niður hvað hver og einn jólasveinn gaf í skóinn það kvöldið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta er falleg minningabók um þennan skemmtilega tíma þegar jólasveinarnir koma til byggða. Katrín Ruth sá um vísnagerðina og teikningarnar í bókinni en nýstofnað fyrirtæki Vignis, Garðbúinn ehf., sá um hönnun og framleiðslu bókarinnar.


Bókin er til sölu hjá þeim systkinum, á Flösinni, versluninni Barnahornið (er í sama verslunarkjarna og Nettó) eða í gegnum aðdáendasíðu bókarinnar á facebook undir nafninu "Jólabókin í ár....". Gaman er að segja frá því að frá því systkinin hófu sölu bókarinnar í byrjun nóvember hefur bókin fengið mjög góðar viðtökur hér og víðar um landið. Gott framtak hjá þessu mæta fólki sem er vert að veita gaum í þessari komandi jólatíð, segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs.