Systir fyrrum Íslandsdrottningar
Svanhildur Björk Hermannsdóttir, Fegurðardrottning Suðurnesja 2001, er ekki sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að hreppa titil Fegurðardrottnigar. Hún er systir Guðbjargar Hermannsdóttur sem varð Fegurðardrottning Íslands árið 1999. Guðbjörg keppti hins vegar fyrir Norðurland í undankeppninni fyrir Íslandskeppnina.Svanhildur fékk glæsilegar gjafir að sigurlaunum. Stærst þeirra var 110.000 kr. frá Sparisjóðnum í Keflavík á Trompreikningi. Myndin er af Svanhildi við gjafakörfu og gjafabréf Sparisjóðsins, sem hefur verið aðal styrktaraðili keppninnar í sextán ár.