Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Synti með mörgæsum og selum á Suðurskautinu
Miðvikudagur 26. janúar 2011 kl. 13:49

Synti með mörgæsum og selum á Suðurskautinu

Ungur strákur úr Reykjnesbæ gerði sér lítið fyrir og fór í 27 daga ferð til Suðurskautsins ásamt erlendum föður sínum, Michael Don. Matthías Þór Þóruson, sem er aðeins 17 ára gamall, er staddur á Suðurskautinu þessa dagana en hann er yngsti Íslendingurinn til að fara þangað.

„Pabbi hans bauð honum í þessa ferð en þetta var alltaf draumaferðin hans og hann ákvað að láta verða af því núna,“ sagði Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matthíasar. „Matti neitaði boðinu og hafði lítinn áhuga á ferðinni. Ég greip þá í taumana og sagði honum að taka sér bara smá frí frá skólanum og drífa sig í þessa ferð því svona tilboð kæmi aðeins einu sinni á lífsleiðinni.“

„Þetta er æðislegt hérna. Ísjöklar fljótandi alls staðar, selir og mörgæsir út um allt, alveg eins og maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Suðurskautið,“ sagði Matthías en hann er búinn að taka yfir 3.000 myndir. „Við sofum í skipinu sem við komum með en það getur verið dálítið erfitt að sofna því öldurnar eiga það til að vera 5-7 metra háar sem gerir þetta að smá áskorun.“

Nú er sumar á Suðurskautinu og veður mjög gott miðað við hvernig það getur verið þarna en vindurinn á það til að skella í 200 metra á sekúndu yfir vetrartímann. „Veðrið er bara ágætt hérna en þetta er bara svipað og heima á Íslandi. Vindurinn hefur farið mest upp í 27 metra á sekúndu og alveg niður í logn en hitastigið rokkar frá -3° og upp í svona 2°.

Matthías fékk sér smá sundsprett einn daginn með mörgæsum og selum og sagði þetta vera skemmtilegasta sundsprett sem hann hefði tekið. „Ég hef nú ekki gaman af sundi en þetta var ótrúlegt og fékk svo viðurkenningu fyrir sundið, sem ég skil ekki alveg. Annars er lítið annað að gera hérna en að borða og sofa, fyrir utan auðvitað að skoða allar náttúruperlurnar sem hér eru.“ sagði Matthías.

Nánar í blaði Víkurfrétta á morgun.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mörgæsirnar eru óteljandi eins og sjá má á þessari mynd.

Matthías gistir á snekkjunni sem þeir komu með en erfitt getur verið að sofna útaf háum öldum.