Sýningunni Tíminn tvinnaður að ljúka
Sunnudaginn 20. ágúst lýkur sýningunni Tíminn tvinnaður á Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Þar er á ferðinni alþjóðlegi listhópurinn Distill en í honum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Þessir sjö nútímalistamenn eru búsettir í borgum víða um heim og list þeirra spannar sviðið frá tvívíðum hlutum í skúlptúra og innsetningar. Hrafnhildur Sigurðardóttir tekur á móti gestum og segir frá sýningunni laugardaginn 19. ágúst kl. 15.00.