Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýningarspjall í Þekkingarsetrinu
Föstudagur 26. júní 2020 kl. 10:55

Sýningarspjall í Þekkingarsetrinu

Sýningarspjall um Heimskautin heilla í í Þekkingarsetri Suðurnesja sunnudaginn 28. júní kl. 14

Sýningin Heimskautin heilla í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði er tileinkuð franska Íslandsvininum, lækninum og heimskautaleiðangursstjóranum Jean-Baptiste Charcot (1867-1936) og rannsóknarstarfi hans.

Þar hefur hluti innviða hins fræga rannsóknarskips hans, Pourquoi-Pas? sem fórst við Ísland árið 1936 verið endurgerður og þar eru ennfremur til sýnis fjölmargir merkir gripir sem afkomendur Charcots og velunnarar sýningarinnar hafa gefið frá því hún var opnuð í ársbyrjun 2007. Þar á meðal má nefna eitt glæsilegasta og nákvæmasta módel sem gert hefur verið af Pourquoi-Pas?, portrett af Charcot  frá 1935 sem listamaðurinn René-Yves Creston gaf Hermanni Jónassyni, þáverandi forsætisráðherra Íslands og eftirlíkingu af kajak sem inúítar gáfu Charcot í einum af fjölmörgum leiðöngrum hans til Grænlands á sínum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

En hver var Charcot og hver er arfleifð hans nú á tímum loftslagsbreytinga? Friðrik Rafnsson, þýðandi leiðsögumaður og heiðursfélagi í Vináttufélagi Charcots og Pourquoi-Pas?, fjallar stuttlega um það og býður í kjölfarið upp á leiðsögn um sýninguna. Sjá nánar um hana á https://charcot.is

Sýningin er einkar fjölskylduvæn og allir krakkar sem koma geta fengið lánað myndskeytt lesefni um Charcot og ævintýri hans.

Sýningarspjallið fer fram í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1 í Sandgerði sunnudaginn 28. júní kl. 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.