Sýningarlok í SSV í dag
Sýningu Klaas Kloosterboer „Pulp Machineries“ í Suðsuðvestur við Hafnargötu 22 lýkur í dag.
Sýningin er samstarfsverkefni við Gallerí van Gelder í Amsterdam og opnaði 16 maí s.l. sem einn af dagskrárliðum Listahátíðar í Reykjavík 2009.
Klaas Kloosterboer er vel þekktur í Hollandi fyrir verk sín sem oft taka á sig þrívíð form. Kloosterboer notar hefðbundin efni svo sem málningu og striga í listsköpun sinni en hlutgerir efniviðinn með því að rífa í sundur og endurbyggja málverks-skúlptúra, að því er segir á heimasíðu SSV.
Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík, þar er opið um helgar frá kl.14-kl.17 og eftir samkomulagi.