Sýningarlok - Leiðsögn fyrir almenning á Listasafni Reykjanesbæjar
Sýningu Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum lýkur sunnudaginn 4. mars. Sýningin ber heitið Tvísýna og samanstendur af málverkum í anda raunsæisstefnu. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur bæði hjá gestum og gagnrýnendum og m.a. hefur fjöldi fólks af höfuðborgarsvæðinu gert sér sérstaka ferð til Reykjanesbæjar til að skoða sýninguna. Listamennirnir verða með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 4. mars kl. 15.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.