Sýning Soffíu í Saltfisksetrinu til sunnudags
Sýningu Soffíu Sæmundsdóttir í Saltfisksetrinu í Gindavík lýkur 2. maí næstkomandi. Mikill fjöldi hefur lagt ferð sína til Grindavíkur í Saltfisksetrið og skoðað sýninguna en hún er mikill upplyfting fyrir listsýningasal Saltfisksetursins þar sem sýning hennar hefur gegnið vonum framar. Þar sýnir Soffía málverk og eru flest verkin unnin á þessu ári en heiti sýningarinnar er " Himinn, jörð, flæði...". Soffía hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis m.a. sem fulltrúi Íslands. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín m.a. nýverið virt bandarísk listverðlaun kennd við listmálarann Joan Mitchell og eru veitt af samnefndri stofnun í New York fyrir framúrskarandi árangur í málun. Sýningin stendur til 2. maí og er opin alla daga frá klukkan 11-18.