Laugardagur 13. september 2008 kl. 09:21
Sýning Margrétar opnar í dag
Margrét Brynjólfsdóttir opnar málverkasýningu í dag, laugardag 13. september, kl 14:00 í Saltfisksetri Íslands Hafnargötu 12 í Grindavík.
Margrét er þekktust fyrir landslagsmálverk og myndir af íslenska grjótinu, hún bregður ekki útaf vananum og sýnir glæsileg málverk frá þessu ári.