Sýning Listasafns Reykjanesbæjar valin ein af bestu myndlistarsýningum ársins
Sýning Ingu Þóreyjar Jóhannesdóttur Flökkuæðar - Loftfar í Listasafni Reykjanesbæjar hefur verið valin ein af bestu myndlistarsýningum ársins 2009 af gagnrýnendum og blaðamönnum Morgunblaðsins.
Í umsögn dómnefndar segir m.a. um sýninguna:??Eftirminnileg sýning þar sem sjá mátti "listvísindalegan þverskurð" af tilbúnum flugminjum með tækni þar sem skúlptúr og málverk blandast saman í vel heppnaða innsetningu. Á sýningunni ríkti tilfinning fyrir háska og björgun um leið og hún vísaði bæði fram og aftur í tímaskynið".
Einnig segir: "sýningin fór hljótt sakir þess að vera heila 50 kílómetra frá Reykjavík, en tvímælalaust ein sú besta á árinu".
Sýningin var haldin 4. september til 18. október sl. og var efniviður Ingu Þóreyar farangur og farartæki. Á sýningunni leitaði hún að svæðinu milil svefns og vöku, þess augljósa og þess sem er óaðgengilegt. Sýningin samanstóð af þrívíðum málverkum, máluðum skúlptúrum og hljóð- og ljósaverki sem stillt var upp þannig að úr varð nokkrs konar umferðarmiðstöð.