Sýning Kristjáns Jónssonar opnar í Listasafni Reykjanesbæjar í dag
				
				
Sýning Kristjáns Jónssonar opnar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í dag kl. 15:00. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni á striga og mdf plötur.  Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1960. Eftir BA nám í auglýsingadeild University of South Florida árið 1984 sótti Kristján námskeið í teikningu, bæði í Reykjavík og Barcelona. Á árunum 1989 til 1993 stundaði hann nám í grafík og listmálun við listaskólann Massana í Barcelona.
Sýningin í Listasafni Reykjanesbæjar er níunda einkasýning Kristjáns Jónssonar. Sýningin er opin alla dga frá kl. 13:00 til 18:00 og stendur til 2. maí.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Sýningin í Listasafni Reykjanesbæjar er níunda einkasýning Kristjáns Jónssonar. Sýningin er opin alla dga frá kl. 13:00 til 18:00 og stendur til 2. maí.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				