Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sýning Kolbeins Huga framlengd í SSV
Miðvikudagur 16. júní 2010 kl. 09:00

Sýning Kolbeins Huga framlengd í SSV

Sýning Kolbeins Huga Ellipsepelepsy II „The prodrome“ í Suðsuðvestur hefur verið framlengd til sunnudagsins 20. júní.
„Vídeóinnsetning Kolbeins er kojufyllerí fyrir augu og eyru þar sem tilraun er gerð til að skapa abstrakt áreiti, jafnvel ofbeldi með litum og hljóðum ef það er þá hægt,“ segir í tilkynningu.

Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík þar er opið um helgar frá kl.14 – kl.17, eftir samkomulagi í síma 662 8785 (Inga) www.sudsudvestur.is. Athugið að opið verður 17. júní.

Ljósmynd/Rakel Gunnarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024