Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýning hjá Iceglass
Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 14:01

Sýning hjá Iceglass

Iceglass glerblásturverkstæði að Grófinni 2 í Keflavík opnar aðra myndlistarsýningu ársins á laugardaginn kemur. Þar sýnir listakonan Embla Dís verk sín.
 
Embla Dís er fædd i Reykjavík 1969. Handverk og tjáning hafa átt hug hennar allan en málverkin fóru fyrst að koma uppúr 2000. Fram að því vann hún mest með leir, málm, tré og garn. Hún er menntuð sem sjúkraliði og málmsmiður.
 
Í maí fluttist hún aftur til landsins eftir 5 ára dvöl í Danmörku þar sem hún rak allsérstakt kaffihús, gallerí og tónleikastað en staðurinn var myndskreyttur hátt og lágt af henni og öðrum.
 
Þetta er fyrsta sýning Emblu á Íslandi, verkin 25 sem eru máluð með akrýl á striga eða á tré eru unnin á árunum 02-07. Eitt mósaíkverk og skúlptúr úr rekaviði og málmi fá að fljóta með. Flest verkin eru til sölu en nokkur hafa fengist að láni frá eigendum.
 
Opnun sýningarinnar er 16.febrúar klukkan 15 og mun hún standa í mánuð á glerblástursverkstæði Iceglass við smábátahöfnina í Keflavík.
 
Auk myndlistar má á verkstæðinu sjá glerlist þeirra Lárus G og Gulla sem reka verkstæðið og fylgjast með þeim að störfum þar sem glerið er mótað og blásið. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024