Þriðjudagur 10. febrúar 2004 kl. 08:54
Sýning Árna Johnsen opnar á laugardag
Laugardaginn 14. feb. kl. 15.00 verður opnuð sýning á listaverkum Árna Johnsen í Gryfjunni, Duushúsum í Reykjanesbæ. Um er að ræða tæplega 40 verk sem unnin eru úr grjóti frá Grundarfirði, stáli og ýmsu öðru efni. Sýningin stendur til 14. mars og er hún opin alla daga frá kl. 13.00-18.00.