Sýning á verkum Lillu
Í dag, 15. nóvember opnar yfirlits- og sölusýning á verkum Sigurveigar Þorleifsdóttur (Lillu) í Svarta Pakkhúsinu, Hafnargötu 2. Sýningin stendur til 30. nóvember og verður opin frá kl. 17-22 alla dagana.
Sigurveig er fædd og uppalin í Neskaupstað en hefur verið búsett í Keflavík síðan 1971. Hún stundaði nám hjá Eiríki Schmitt í einn vetur og sömuleiðis hjá Margréti Jónsdóttir en hefur málað frá því á unglingsárum. Myndir Sigurveigar eru olíu-, vatnslita- og akrílverk, aðallega af landslagi og blómum. Aðgangseyrir á sýninguna er enginn og allir eru hjartanlega velkomnir.
Sigurveig er fædd og uppalin í Neskaupstað en hefur verið búsett í Keflavík síðan 1971. Hún stundaði nám hjá Eiríki Schmitt í einn vetur og sömuleiðis hjá Margréti Jónsdóttir en hefur málað frá því á unglingsárum. Myndir Sigurveigar eru olíu-, vatnslita- og akrílverk, aðallega af landslagi og blómum. Aðgangseyrir á sýninguna er enginn og allir eru hjartanlega velkomnir.