Syngjum saman og slökum á!
Söngfélagið Uppsigling er að hefja sjöunda söngveturinn. Við syngjum saman við gítarundirleik þau lög sem fólk velur, hver með sínu nefi auðvitað! Allir velkomnir, líka þeir sem halda að þeir séu laglausir! Við syngjum okkur sjálfum til ánægju, en stöku sinnum einnig fyrir aðra, einkum á heimilum aldraðra.Fyrsta söngkvöld vetrarins verður í félagsheimili Lionsklúbbsins Keilis í Vogum á föstudaginn kemur, 27. sept. kl. 20.00. Svo verður sungið annað hvert föstudagskvöld, væntanlega til skiptis í Vogum og Reykjanesbæ.
Sjáumst í Vogum á föstudagskvöld. Allir velkomnir, sérstaklega Vogabúar.
Söngfélagar í Uppsiglingu.
Sjáumst í Vogum á föstudagskvöld. Allir velkomnir, sérstaklega Vogabúar.
Söngfélagar í Uppsiglingu.