Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Syngjum saman í Hlöðunni í Vogum í kvöld
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 17:07

Syngjum saman í Hlöðunni í Vogum í kvöld

Söngfélagið Uppsigling verður í Hlöðunni í Minni-Vogum í kvöld, föstudag 18. maí frá kl. 20 og fram á kvöldið. Við syngjum saman lög sem þátttakendur skiptast á að velja sjálfir og höfum með mikið úrval af söngtextum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söng-gleðin er í fyrirrúmi en lítið pælt í því hversu vel er sungið, enda það kemur bara af sjálfu sér.

Hlaðan er mjög sérstakur staður sem gaman er að upplifa og við höfum sannreynt að söngur hljómar vel þar. Ekki spillir fyrir að frábær og fjölbreytt listsýning tvíburanna Gunnhildar og Brynhildar er þar ennþá uppi og mun þetta vera síðasta sýningarhelgin.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir.