Syngjandi þrestir í Grindavíkurkirkju
Karlakórinn Þrestir Hafnarfirði leggur sitt af mörkum. Tónleikar til styrktar MND félaginu á Íslandi.
Myndast hefur sú hefð að hefja starfsár Þrasta á söngferð um landið þar sem sungið er til styrktar einhverju góðu málefni. Á síðasta ári fór kórinn þannig snöggan hring um landið og hélt ferna tónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins og tókst sú ferð ákaflega vel og var kórnum vel tekið þar sem hann kom.
Dagana 24. til 27. september næstkomandi munu Þrestir halda ferna tónleika til styrktar MND félaginu á Íslandi og mun öll innkoma af tónleikunum fara óskipt til styrktar MND félaginu. Sungið verður á Suðurnesjum, uppsveitum Árnessýslu og í Hafnarfirði.
Tónleikaröðin verður eftirfarandi.
1. Grindarvíkurkirkja fimmtudaginn 24. Kl 20,00
2. Selfosskirkja föstudaginn 25. Kl, 20,00
3. Félagsheimili Hrunamanna Flúðum laugardaginn 26. Kl 16,00
4. Lokatónleikar verða í Víðistaðakirkju Hafnarfirði sunnudaginn þann 27. Kl 20,00. Þeir tónleikar verða einnig minningatónleikar um tvo félaga okkar sem látist hafa úr MND sjúkdómnum á árunum frá 2003 til 2008.
Þessi tónleikaferð verður farin í samvinnu við MND félagið á Íslandi sem mun fá tækifæri til að kynna starfsemi félagsins, eðli MND sjúkdómsins og helstu baráttumál.
Á öllum tónleikastöðum munu kórar og listamenn úr heimabyggð á hverjum stað taka þátt svo sem Karlakór Keflavíkur í Grindavík, Karlakór Selfoss á Selfossi, Karlakór Hreppamanna á Flúðum og í Víðistaðakirkju munu koma fram Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Magnús Kjartansson og Flugfreyjukórinn og einsöngvararnir Jóhann Már Jóhannsson og Sigurður Skagfjörð.
Karlakórinn Þrestir er elsti starfandi karlakór landsins stofnaður í Hafnarfirði 1912. Í kórnum eru um 50 söngmenn og hafa margir sungið með kórnum í áratugi.
Stjórnandi . Jón Kristinn Cortez
Píanóleikari. Jónas Þórir.
Heimasíða Þrasta er www.threstir.is
Um MND:
Við aðstoðum eftir bestu getu, MND veika, þeirra aðstandendur svo og fólkið sem vinnur alla daga við að aðstoða okkur.
Við rekum heimasíðu, höldum stuðningsfundi mánaðarlega og tökum þátt í félagsstarfi hér heima og erlendis.
MND sjúkdómurinn er hreyfitaugahrörnun. Hann veldur lömun um allan líkamann sem að lokum leiðir til dauða. Ennþá er engin lækning til við sjúkdómnum. Við leggjum þó áherslu á að MND er ekki um það að deyja heldur um það að lifa og njóta.
Með ykkar aðstoð getum við flest. Bankareikningur okkar er: 1175-26-410900 Kennitalan er: 630293-3089.
Okkar innilegustu þakkir fyrir stuðninginn.
Stjórn MND félagsins